Svanur Þorvaldsson

Félagið-Markaður & sala ehf.

Færi fyrirtækjum aukinn markaðs- og sölustyrk með ráðgjöf, fyrirlestrum, námskeiðum, þjálfun og vinnustofum.

Starfsreynsla

 • Stofnandi / Ráðgjafi og þjálfari2010 -

  Félagið - Markaður og sala ehf.

  Held vinnustofur, námskeið og fyrirlestra fyrir hinar ýmsu deildir innan fyrirtækja. Veiti ráðgjöf og er með einkaþjálfun fyrir stjórnendur sem og aðra starfsmenn. Þróa fræðsluefni með áherslu á stefnumótun í sölu- og þjónustu, verkefnastýringu, áætlanagerð, aðferðafræði, ferlamótun, herferðastýringu, uppbyggingu söluteyma, (coaching) og sjálfstyrkingu.

 • Forstöðumaður sölu- og þjónustudeildar2012 - 2013

  Landsbankinn

  Hafði umsjón með framþróun í sölu- og þjónustustjórnun innan Landsbankans. Stýrði sölu- og þjónustudeild innan Þróunar og mannauðssviðs sem starfaði þvert á bankann í umbótaverkefnum er snéru að viðskiptastýringu, viðskiptavinavernd, sölu- og þjónustumenningu, herferðum, innleiðingu CRM stefnu og MS CRM hugbúnaðar. Starfaði í markaðssóknarnefnd Landsbankans og tók virkan þátt í markaðssókn bankans.

 • Deildarstjóri í sölu2007 - 2010

  Síminn

  Hafði yfirumsjón með endursöluaðilum, samstarfsaðilum og sértækum söluverkefnum. Var ábyrgur fyrir stefnumótun deildarinnar, áætlanagerð, samningum við samstarfsaðila og starfsmannamálum. Kom að ráðgjöf og þjálfun á einstaklingssviði með það að markmiði að efla alla sölu og þjónustu til viðskiptavina Símans. Stýrði og kom að verkefnum er snéru að stefnumótun, ferlum, markaðs- og sölugreiningu, aðferðafræði, umbun/hvatningu, hugbúnaðarþróun, þjálfun og innleiðingu viðskiptatengslakerfis (CRM).

 • Markaðsstjóri2005 - 2007

  Betware

  Ábyrgur fyrir stefnumótun, áætlanagerð og framkvæmdarstjórn sölu- og markaðsdeildar. Hafði yfirumsjón með auglýsingamálum, gerð markaðsefnis og öðru kynningarstarfi. Stýrði þjónustu og sölu til núverandi viðskiptavina í Kanada og Evrópu og vann að uppbyggingu nýrra markaða í Asíu, BNA og Ástralíu. Vann að sölu- og kynningarstarfi og samningagerð í gegnum heimsóknir til viðskiptavina og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Hélt fyrirlestra á ráðstefnum og sá um sölusýningar. Sá um verkefnastýringu á þátttöku fyrirtækisins í útboðum. Þar með talið samskipti við útboðsaðila, gerð útboðsgagna, sölukynningar á tilboðum og samningaviðræður.

 • Þjálfari og ráðgjafi2004 - 2005

  Dale Carnegie á Íslandi

  Þjálfari fyrir Dale Carnegie og Sales Advantage sölunámskeiðin. Ábyrgur fyrir þjálfun starfsmanna frá mörgum af þekktustu fyrirtækjum landsins. Hlaut þjálfun í Kanada, Mexíkó og á Íslandi í að þjálfa starfsmenn í að efla sjálfstraustið, auka samvinnu, frumkvæði, efla leiðtogahæfileikann, hæfni í mannlegum samskiptum, auka sölu og í að byggja upp framkvæmdagleði. Ábyrgur fyrir sölu á vörum Dale Carnegie til fyrirtækja og einstaklinga

 • Markaðs- og sölustjóri2001 - 2004

  RJ&C

  Vann að uppbyggingu, stefnumótun, skipulagningu, stjórnun söluteymis og eftirfylgni í sölu og markaðsmálum fyrir RJC. Hafði umsjón með öflun, úrvinnslu og greiningu á sölu og markaðsupplýsingum frá markaðsfulltrúum, ÁTVR, AC Nielsen og IBM Business Consulting Services. Sá um gerð markaðsáætlana fyrir JTI Finland, House of Prince Danmörku og Henri Wintermans Hollandi.

 • Þjálfari og ráðgjafi2000 - 2003

  IMG-Gallup

  Var ábyrgur fyrir námskeiðs- og fyrirlestragerð, þjálfun, greinaskrifum og sölu til fyrirtækja. Varði einnig miklum tíma í rannsóknir á efni og aðstæðum fyrirtækja. Þjálfaði stjórnendur sem og aðra starfsmenn í þjónustustjórnun, þjónustutækni, verkefnastjórnun, sölutækni, fundarstjórnun, frammistöðustjórnun og samningatækni. Kenndi bæði opin námskeið og sérsniðin fyrirtækjanámskeið.

Menntun

 • Master in Law - Lögfræði2008 - ólokið

  Háskólinn í Reykjavík

  Tók nokkra áfanga veturinn 2008-2009 til að styrkja mig sem stjórnanda t.d. í almennri lögfræði, félagarétti, samningarétti, stjórnmálum og réttarheimspeki.

 • MBA - stjórnun1998 - 2000

  Webber International University - Bandaríkin

  Sérstök áhersla var lögð á fjármál, stefnumótun, markaðsmál, hagfræði og stjórnun. Var í forsvari fyrir lokahópverkefni sem var unnið í samvinnu við Medical Associates of Polk, PA, Flórída, USA. Í verkefninu var sérstök áhersla lögð á greiningu á starfsánægju starfsmanna í kjölfar samruna fjögurra heilsuverndarstöðva og var mat lagt á getu starfsmanna til að efla alla þjónustu til viðskiptavina. Bar verkefnið heitið: "Employee Satisfaction and its Effect on the Organization."

 • B.Sc. - stjórnun, Summa Cum Laude útskrift1996 - 1998

  Webber International University - Bandaríkin

  Sérstök áhersla var lögð á stjórnun í þjónustufyrirtækjum. Var í forsvari fyrir lokahópverkefni sem var unnið í samvinnu við við The Walt Disney World Swan and Dolphin Resort í Orlando, Flórida. Um var að ræða innleiðingu á HACCP gæðastjórnunarkerfi fyrir framleiðslu og matreiðslu matvæla.

Sölu - & markaðsstjórnun

 • Sölustjórnun

 • Stefnumótun

 • Viðskiptaáætlanir

 • Markaðsáætlanir

 • Söluáætlanir

 • Greining

 • Verkefnastjórnun

 • Herferðastjórnun

 • Samningatækni

 • Sölutexti

 • Innri markaðssetning

 • Útboð

 • Vefsíðuhönnun

 • Hönnun auglýsinga

Þjálfun & ráðgjöf

 • Stefnumótun & markmiðasetning

 • Sölustjórnun

 • Söluþjálfun

 • Sölukynningar

 • Hönnun námsefnis

 • Gerð markaðsáætlana

 • Markþjálfun í sölu

 • Umbótavinnustofur

 • Viðskiptastjórnun

 • Sala á sýningum

 • Uppsetning og hönnun þjónusturannsókna

 • Mótun ferla

 • Ráðningar

Félagið

 • Dvergholt 23, 220 Hfn

 • T-póstur: svanur@felagid.is
 • Símanúmer: +354.895.9301

Hafðu samband